Skip to main content

Spurningar og svör

Er þessi talningamiði greiddur?

Hægt er að nota appið okkar eða sjálfsafgreiðslukassa á móttökustöðum til að kanna hvort að miðar hafa verið greiddir.

Ég týndi talningamiðanum mínum, getið þið flett honum upp?

Því miður er ekki möguleiki að fletta upp týndum miðum. Við hvetjum viðskiptavini okkar eindregið til að nota appið og leysa út talningamiða sem fyrst til þess að tryggja fljóta og örugga greiðslu og á sama tíma minnka áhættu á glötuðum miðum.

Talningamiðinn er ólæsilegur vegna tjóns á miða, getið þið greitt hann út?

QR kóðar eru harðgerir kóðar og mega missa allt að 30% af upplýsingum á strikamerki án þess að hafa áhrif á aflestur. Ef ekki er hægt að lesa miða vegna tjóns ( Blautur miði, upplitaður, núningur eða annað ) telst miðinn ógildur óháð því hvort búið er að leysa út skilagjaldið eða ekki. Við hvetjum viðskiptavini okkar eindregið til að nota appið og leysa út talningamiða sem fyrst til þess að tryggja fljóta og örugga greiðslu og á sama tíma minnka áhættu á ónýtum miðum vegna skemmda

Hvenær eru millifærslur framkvæmdar?

Greiðslubeiðnir sem berast í appi eða á sjálfsafgreiðslukössum eru millifærðar á hálftíma fresti.

Get ég ekki fengið greitt með korti?

Þar sem Endurvinnslan sér einungis um útgreiðslur til viðskiptavina er lítið um staðlaðar lausnir á markaði fyrir okkar útgreiðslumáta. Eftir heilabrot og vangaveltur var applausn álitin sú fýsilegasta fyrir þarfir viðskiptavina.
Auðvelt er að leggja skilagjaldið inn á reikning tengdum bankakortum eða inn á sparnaðareikning.

Ég vil leggja inn á fyrirtæki eða er með söfnun fyrir hagsmunasamtök. Get ég lagt inn á slíka reikninga?

Ekkert mál er að leggja inn á fyrirtækjareikninga eða hagsmunasamtök. Kennitala og bankanúmer þurfa hinsvegar að stemma til þess að tryggja útgreiðslu. Auðvelt er að skipta út greiðsluupplýsingum í appinu til þess að greiða inn á slíka reikninga. Vinsamlegast athugið að ekki er hægt að leggja inn á höfuðbækur 18, 22, 29 og 38.

Ég fékk talningamiða úr handtalningu með hefðbundnu strikamerki. Hvernig fæ ég hann greiddan?

Einungis er hægt að fá slíka miða greidda í greiðslukassa á viðkomandi móttökustöð.

Við erum að vinna að uppfærslu handtalningavéla og eftir uppfærslu verður hægt að fá greitt slíka miða í appinu.

Ég á ekki snjalltæki. Hvernig get ég fengið greitt?

Á móttökustöðum okkar eru greiðslukassar sem viðskiptavinir okkar geta nýtt til að greiða út miða.
Við hvetjum þó alla sem hafa tök á því að sækja appið enda fljótlegra og einfaldara að vista greiðsluupplýsingar í appinu.

Ég vil ekki bæta inn tölvupósti mínum inn í appið

Þú þarft ekki að hafa áhyggjur yfir að fá ruslpóst ef þú skráir tölvupóstinn, við notum hann einungis til að senda kvittanir ef óskað er eftir slíku. Við munum ekki nota netfang þitt í auglýsingaskyni né miðla þeim áfram.

Ekki er gerð krafa um að bæta við tölvupósti til að fá greitt, einungis ef þú vilt hafa möguleika á kvittunum.

Hafir þú áhuga á að lesa persónuverndarstefnu Endurvinnslunar má finna hana hér

Get ég lagt inn á sparnaðarreikning?

Það er ekkert mál að leggja inn á hefðbundna sparnaðareikninga. Á meðan kennitala og bankareikningur stemma þá fer greiðslan í gegnum sömu gáttir og hefðbundin millifærsla. Vinsamlegast athugið að ekki er hægt að leggja inn á höfuðbækur 18, 22, 29 og 38.

Ég finn ekki appið/get ekki sótt það á Apple App store.

Þú þarft að vera með Ísland sem valið svæði á Apple ID aðgangi þínum, leiðbeiningar um hvernig skal stilla yfir má finna hér

https://support.apple.com/en-is/HT201389

Ég finn ekki appið/get ekki sótt það á Google Play store.

Þú þarft að vera með Ísland sem valið svæði á Google play aðgangi þínum, leiðbeiningar um hvernig skal stilla yfir má finna hér

https://support.google.com/googleplay/answer/7431675?hl=is

Greiðsla inn á inneignarkort í matvöruverslunum – Einungis í boði í sjálfsafgreiðslukössum á móttökustöð í Knarrarvogi.

Hægt er að greiða skilagjaldið inn á inneignarkort hjá verslunum Bónus.

Nota má eigið Bónuskort til inngreiðslu skilagjalds, einnig er hægt að biðja starfsmenn um tómt Bónuskort til áfyllingar í móttöku okkar í Knarrarvogi.

Náðu í appið á endurvinnslan.is, á App store eða Google Play.
Bættu inn kennitölu, greiðsluupplýsingum og netfangi fyrir kvittanir. Vinsamlegast athugið að bankareikningur verður að vera skráður á kennitölu sem er uppgefin.
Skannaðu QR kóða á talningarmiða. Appið biður um leyfi til að nota myndavélina á símanum til þess að lesa QR kóða. Veljið “Always allow” eða “Only allow this time” eftir hentisemi. Ef leyfi er ekki veitt er ekki hægt að nota appið til að skanna QR kóða.
Eftir að QR kóði er skannaður er miðinn kominn í greiðsluferli og verður skilagjaldið millifært inn á reikning.

ÁL

Danska eðlis-og efnafræðingnum Hans Christian Ørsted tókst árið 1825 fyrstum manna að framleiða hreint ál. Hann leysti álklóríð upp í blöndu kvikasilfurs og kalíummálms. Með því að eima kvikasilfrið burtu varð til moli af áli á stærð við baun. Áldósir þykja einstaklega hentugar til flutnings, taka lítið pláss og eiginleg þyngd þess lítil eða um 16 gr. Auðvelt er að endurvinna ál vegna lágs bræðslumarks. Aðeins þarf 5% af orkunni sem notuð er við frumvinnslu áls til endurvinnslu þess. Þess vegna er ál oft kallað græni málmurinn. Við að endurvinna áldós sparast orka sem jafngildir orkuþörf sjónvarps í þrjár klukkustundir. Það tekur áldós um 200 ár að leysast upp í umhverfinu en einungis um 60 – 80 daga tekur að endurvinna áldós.

Einnota áldósir eru pressaðar í bagga og duga tekjur af álútflutningi til að greiða allan flutningskostnað við söfnun og útflutning drykkjarumbúða. Dósirnar eru bræddar, málningin hreinsuð af og endurunnið er úr álinu ýmsar afurðir m.a. nýjar áldósir.

PLAST

Nær allir landsmenn nota PET á hverjum degi án þess þó að gera sér grein fyrir því. Flestar einnota drykkjarvöruumbúðir úr plasti eru PET flöskur.

PET stendur fyrir polyethylene terephthalate og var fyrst þróað árið 1941 fyrir þræði í efnavöru (flís) en upp úr 1960 var byrjað að nota það sem umbúð utan um filmur og síðar eða um 1970 til framleiðslu á drykkjarvöruumbúðum.

Framleiðsluferli PET flöskunnar er frekar flókið. PET efnið kemur í stórum stæðum. Fyrst þarf að brjóta það niður í smærri einingar, síðan er það brætt og sprautað í þar til gerð mót og til verður „preform“ sem lítur helst út eins og tilraunaglas. „Preformið“ er síðan sett í annað mót þar sem það er hitað svo hægt sé að blása það hægt út og þá myndast hin eiginlega plastflaska.

35 gramma plastflaska heldur öruggum 2 lítrum af gosi án þess að eiga á hættu að springa eða brotna, alveg hreint ótrúlegt!

Meðal þeirra ótrúlegu eiginleika sem PET hefur er að það er að fullu endurvinnanlegt. Merking er ávalt á umbúðunum og er hægt að þekkja það af þremur örvum í þríhyrningi með númerinu 1 í miðjunni. PET er endurvinnalegt og því mikilvægt að skila henni í móttökustöð því það tekur plastflösku allt að 450 ár að leysast upp í umhverfinu.

PET er endurunnið í margar ólíkar vörur, nú í enn meira mæli í nýjar flöskur merktar rPET. PET er einnig endurunnið í þræði sem síðan eru notaðir í framleiðslu á flísvörum s.s. teppum, fötum og umbúðum. Mjúka flíspeysan þín gæti því verið drykkjarvöruumbúðir að uppruna.

PET plast er auðvelt að endurvinna eins og P2 (HTPE) en plast er úr ýmsum öðrum flokkum getur verið erfitt að endurvinna og er því jafnvel hent eins og P7.

Gler

Gler er 100% endurvinnanlegt og hægt er að endurvinna það “endalaust” án þess að það tapi gæðum. Það getur hins vegar tekið glerflösku allt að milljón ár að leysast upp í umhverfinu. Gler er þó ekki mjög skaðlegt umhverfinu. Gerðar hafa verið ýmsar prófanir með gler í malbik og í steinteppi. Skoðað hefur verið með að nota gler í glerull eða í iðnaðarsápu. Hafir þú hugmyndir um hvernig endurvinna megi gler, tökum við hjá Endurvinnslunni fagnandi öllum ábendingum.

Endurvinnslan sendi út sinn fyrsta glerfarm til endurvinnslu í Maí 2023 og var hann 3.680 tonn.

Framleiðendur tóku þá stóru ákvörðun að fara af stað með útskipun glers til endurvinnslu áður en lagasetning lá fyrir og hafa því sýnt með því vilja í verki til að endurvinna allar sínar vörur.

Kostnaðarsamt er að taka við gleri og því hefur Endurvinnslan hf. ekki tekið við öðru gleri en því sem tilheyrir skilakerfi drykkjarumbúða. Glerkrukkur, glerflöskur, lyfjaglös, og önnur glerílát þarf því að fara með á gámastöðvar eða í grenndargáma sveitarfélaga.

Eigendur Endurvinnslunnar hafa sett inn í eigendastefnu sína að stuðla að hringrásarhugsun en í hringrásarhugsun er leitast við að koma í veg fyrir það að auðlindir verði að úrgangi.

Ál sem sent er í endurvinnslu verður að nýrri áldós á 60 dögum. Ál er hægt að endurvinna nær endalaust og er sá málmur sem einna hagkvæmast er að endurvinna.

Plast sem sent er í endurvinnslu er allt endurunnið. Flöskurnar eru tættar niður í svokallaðar rPET flögur og eru þær flögur í auknu mæli notaðar í framleiðslu á drykkjarumbúðum. Að nota endurunnið plast við framleiðslu á plastflösku sparar 65% af kolefnislosun miðað við framleiðslu á plastflösku úr nýju hráefni.

Gler hefur verið endurnýtt í undirlag, hinsvegar er nú útskipun á gleri til endurvinnslu hafin. Dýrt og flókið er að endurvinna gler og því eru gjöld á gler hærri en aðrar vörur. Endurvinnsla glers sparar orku og hráefni.

Annað efni. Allt sem hægt er að endurvinna eins og plast og pappír er safnað saman hjá okkur og það sent í endurvinnslu. Það sem við erum helst í vandræðum með er lífrænt efni eins og maíspokar sem ekki er hægt að endurvinna. Engin farvegur er í dag fyrir slíkt efni frá fyrirtækjum.

Endurvinnslan tekur við kertaafgöngum, sprittkertabotnum og rafhlöðum sem sent er í endurvinnslu.

Með tilkomu endurvinnslu glers þá endurvinnum við 99% af öllum drykkjarumbúðum sem koma á móttökustöðvar okkar og 1% er endurnýtt. Stefnt er að því að endurvinna 100% þannig að drykkjarumbúð verði að nýrri sambærilegri drykkjarumbúð.

Drykkjarumbúðir eru ekki aðeins endurunnar til gagns fyrir náttúruna, þær eru einnig verðmæti. Útflutningsverðmæti þeirra nemur þannig á hverju ári um 250 millj.kr. En umbúðir eru misjafnar. Mest fæst fyrir ál og glært plast úr PET efni (merkt með tölustafnum 1 á umbúð), en það eru algengustu plast umbúðirnar. Strax og plastið er litað, minnkar verðmæti þeirra.

Viðskiptavinum er mörgum umhugað um náttúruvernd og er það mjög jákvætt. Þeir koma jafnvel með aukaumbúðir til okkar í góðri trú um að þeir séu þannig að hjálpa náttúrunni. En Endurvinnlan safnar eingöngu drykkjarumbúðum og selur t.d. eingöngu PET í plasti. Aðrar plast umbúðir eiga að fara í plast gáma á grenndarstöðvum og þannig í aðra flokkun sem við erum ekki með.

Endurvinnslan tekur við plastpokum frá viðskiptavinum eins og svörtum ruslapokum og er það  endurunnið. Gæta þarf að því að ekki sé blandað öðrum efnum með þegar plastpokar eru skildir eftir hjá okkur því slíkt eyðilegggur endurvinnslu. Má þar nefna maís/sterkju poka sem eru óendurvinnalegir og eru hugsaðir undir heimilissorp. Ef þið viljið vera umhverfisvæn, er best að nota fjölnota poka.

Nýtt gler er tiltölulega auðvelt að vinna og því fæst lítið sem ekkert fyrir útflutning á notuðu gleri. Það er því töluverður kostnaður fyrir Endurvinnsluna að fá auka gler t.d. krukkur með drykkjarumbúðum. Vinsamlegast farið því með slíkt í flokkun sveitarfélaga.

Þar sem drykkjarumbúðir eru verðmæti er mikilvægt að meðhöndla þær af virðingu. Skítugar umbúðir, sígarettur og annað rusl sem sett er í þær rýrir verðmæti vörunnar. Við biðjum ykkur því um að reyna að halda umbúðum hreinum og skíta umbúðir ekki út að óþörfu. Slíkt tryggir hámarks verðmæti.

STÓRAR SAFNANIR ÍÞRÓTTAFÉLAGA OFL.

 

MÓTTÖKUSKILMÁLAR OG REGLUR –

50 svartir ruslapokar eða fleiri

  • Ekki er tekið við söfnunum um helgar eða eftir kl: 16:30 virka daga.
  • Hringja þarf með í það minnsta dags fyrirvara í stöðvarstjóra og festa tíma til afhendingar á umbúðum.
  • Hægt er að fá lánaða stórsekki og kör fyrir stærri safnanir. Einnig má skila söfnunum í svörtum ruslapokum. Þá þarf að flokka efni eftir efnistegund, þ.e.a.s einungis ein tegund af efni í hverjum poka ( Álpokar, glerpokar, plastumbúðapokar )
  • Safnanir teljast 50 svartir ruslapokar eða meira. Minna magn fer í talningavélar. Þetta er ófrávíkjanleg regla.
  • Allt efni skal vera hreinlegt og laust við heimilisrusl og matarleyfar.
  • Talning starfsmanna Endurvinnslunar gildir.
  • Ef ekki er farið eftir þessum reglum áskilur Endurvinnslan sér þann rétt að hafna móttöku á viðkomandi söfnun.
  • Greiðsla fer fram innan 10 virka daga frá móttöku

PLASTFLÖSKUR :

FER SÉR Í SEKKI
( Einungis plastflöskur í sekk )

FRÁGANGUR Á SEKKJUM :

Þegar sekkirnir eru fullir með c.a 15cm brún á sekknum þá setjum við plastpoka ofan á drykkjarumbúðir sem er í sekknum og tökum ca 60-70cm snæri og þræðum snærið í gegnum hanka á sekk og herðum að þannig að engin hætta er að það fari hvorki dósir né plastflöskur út úr sekk. Sekkir fást lánaðir hjá Endurvinnsluni.

ÁLDÓSIR:

FER SÉR Í SEKKI
( Einungis áldósir í sekk )

GLER:

FER SÉR Í KÖR
( Einungis glerflöskur í körum )

FRÁGANGUR Á KÖRUM :
Glerið er sett laust í körin þannig að það sé ca. 5 cm. brún á körunum til að það sé auðvelt að stafla þeim upp. Glerið á að vera laust í kari, ekki í plastpokum. Kör fást lánuð hjá Endurvinnsluni.

Grænir skátar

Bjóða samtökum sem safna skilagjaldsskildum umbúðum upp á að sækja dósir, flokka og telja gegn gjaldi.  Grænir skátar bjóða upp á að aðstoða við undirbúning og skipulag söfnunar.

Nánari upplýsingar á graenirskatar.is

Prentvæn útgáfa - Nánari leiðbeiningar fyrir safnanir

UMBÚÐIR ÁN SKILAGJALDS

Ekki er skilagjald á umbúðum undir ávaxtaþykkni, mjólkurdrykki og kakódrykki sem innihalda ferska mjólk, matarolíu, tómatsósu eða þvottaefni. Þessum umbúðum ber að skila í grenndargáma.

Almenna reglan er að drykkjarumbúðir, fyrir utan þær umbúðir sem innihalda áfengi, þurfa að hafa innihaldið vatn með eða án kolsýru, eða vatnsblönduð efni til drykkjar, til að vera skilagjaldsskyldar. Um er að ræða tilbúna drykkjarvöru sem hægt er að drekka beint úr viðkomandi umbúðum.