Skip to main content
Ný flöskumóttökustöð opnuð - Köllunarklettsvegur 4, 104 Reykjavík

Við bjóðum viðskiptavini okkar velkomna á nýjustu móttökustöð Endurvinnslunar.
Smellið hér til að sjá staðsetningu á korti.

Fáðu skilagjaldið útgreitt með appi
Sækja appið fyrir Android snjalltæki
Sækja appið fyrir Apple snjalltæki
Við hvetjum viðskiptavini okkar að sækja appið okkar og fá greitt skilagjaldið með símanum.
Á móttökustöðum eru einnig sjálfsafgreiðslukassar, mælum þó með appinu enda fljótlegri greiðslumáti.
Vinsamlegast athugið að ekki er hægt að leggja inn á reikninga með höfuðbækur 18, 22, 29 og 38.
Smellið hér fyrir nánari leiðbeiningar og svör við algengum spurningum.
Einungis greitt skilagjald fyrir drykkjarumbúðir

PLAST

MEÐ SKILAGJALDI

Plastflöskur fyrir ávaxtasafa
Plastflöskur fyrir gosdrykki
Plastflöskur fyrir orkudrykki
Plastflöskur fyrir vatn
Plastflöskur fyrir áfengi

PLAST

PLAST ÁN SKILAGJALDS

Tómatsósa
Þvottalögur
Mjólkurdrykkir
Ávaxtaþykkni
Matarumbúðir

Af hverju er ekki tekið við öllum umbúðum úr plasti?

Endurvinnslan tekur einungis á móti skilagjaldsskyldum umbúðum sem falla undir 3. grein reglugerðar um söfnun, endurvinnslu og skilagjaldi á einnota drykkjarvöruumbúðum.

Nánari upplýsingar hér.

GLER

MEÐ SKILAGJALDI

Glerflöskur fyrir áfengi
Glerflöskur fyrir bjór
Glerflöskur fyrir ávaxtasafa
Glerflöskur fyrir gosdrykki
Glerflöskur fyrir orkudrykki

GLER

GLER ÁN SKILAGJALDS

Krukkur
Matar- og olíuflöskur
Edikflöskur

Gler er bara gler. Fær ólífuolían ekki að fljóta með?

Matvælaumbúðir úr gleri bera ekki skilagjald og á að skila í grenndargáma eða til grenndarstöðva fyrir sorp. Það er kostnaðarsamt að móttaka, ferja og koma gleri í endurvinnsluferli. Skv. útreikningum áætlum við að skilakerfið beri tjón upp á 10 til 35 krónur fyrir hverja glerumbúð án skilagjalds sem slæðist inn til okkar. Við myndum gjarnan vilja nota þá fjármuni í að fjölga talningavélum og auka þjónustustig okkar. Hvetjum við því alla til að vanda flokkun og koma öllum umbúðum í réttan farveg.

ÁL

MEÐ SKILAGJALDI

Áldósir fyrir gosdrykki
Áldósir fyrir orkudrykki
Áldósir fyrir bjór

ÁL

ÁN SKILAGJALDS


Hárlakk og úðabrúsar

Niðursuðudósir
Kryddstaukar
Aðrar umbúðir úr áli

Er álið málið?

Ál er einstaklega heppilegur málmur í drykkjarumbúðir. Endalaust er hægt að endurvinna ál,  gríðarlega sterkar umbúðir m.t.t til þyngdar og fátt betra en svellköld dós af uppáhalds drykknum, hver sem hann er.