Spurningar og svör
Er þessi talningamiði greiddur?
Hægt er að nota appið okkar eða sjálfsafgreiðslukassa á móttökustöðum til að kanna hvort að miðar hafa verið greiddir.
Ég týndi talningamiðanum mínum, getið þið flett honum upp?
Því miður er ekki möguleiki að fletta upp týndum miðum. Við hvetjum viðskiptavini okkar eindregið til að nota appið og leysa út talningamiða sem fyrst til þess að tryggja fljóta og örugga greiðslu og á sama tíma minnka áhættu á glötuðum miðum.
Talningamiðinn er ólæsilegur vegna tjóns á miða, getið þið greitt hann út?
QR kóðar eru harðgerir kóðar og mega missa allt að 30% af upplýsingum á strikamerki án þess að hafa áhrif á aflestur. Ef ekki er hægt að lesa miða vegna tjóns ( Blautur miði, upplitaður, núningur eða annað ) telst miðinn ógildur óháð því hvort búið er að leysa út skilagjaldið eða ekki. Við hvetjum viðskiptavini okkar eindregið til að nota appið og leysa út talningamiða sem fyrst til þess að tryggja fljóta og örugga greiðslu og á sama tíma minnka áhættu á ónýtum miðum vegna skemmda
Hvenær eru millifærslur framkvæmdar?
Greiðslubeiðnir sem berast í appi eða á sjálfsafgreiðslukössum eru millifærðar á hálftíma fresti.
Get ég ekki fengið greitt með korti?
Þar sem Endurvinnslan sér einungis um útgreiðslur til viðskiptavina er lítið um staðlaðar lausnir á markaði fyrir okkar útgreiðslumáta. Eftir heilabrot og vangaveltur var applausn álitin sú fýsilegasta fyrir þarfir viðskiptavina.
Auðvelt er að leggja skilagjaldið inn á reikning tengdum bankakortum eða inn á sparnaðareikning.
Ég vil leggja inn á fyrirtæki eða er með söfnun fyrir hagsmunasamtök. Get ég lagt inn á slíka reikninga?
Ekkert mál er að leggja inn á fyrirtækjareikninga eða hagsmunasamtök. Kennitala og bankanúmer þurfa hinsvegar að stemma til þess að tryggja útgreiðslu. Auðvelt er að skipta út greiðsluupplýsingum í appinu til þess að greiða inn á slíka reikninga. Vinsamlegast athugið að ekki er hægt að leggja inn á höfuðbækur 18, 22, 29 og 38.
Ég fékk talningamiða úr handtalningu með hefðbundnu strikamerki. Hvernig fæ ég hann greiddan?
Einungis er hægt að fá slíka miða greidda í greiðslukassa á viðkomandi móttökustöð.
Við erum að vinna að uppfærslu handtalningavéla og eftir uppfærslu verður hægt að fá greitt slíka miða í appinu.
Ég á ekki snjalltæki. Hvernig get ég fengið greitt?
Á móttökustöðum okkar eru greiðslukassar sem viðskiptavinir okkar geta nýtt til að greiða út miða.
Við hvetjum þó alla sem hafa tök á því að sækja appið enda fljótlegra og einfaldara að vista greiðsluupplýsingar í appinu.
Ég vil ekki bæta inn tölvupósti mínum inn í appið
Þú þarft ekki að hafa áhyggjur yfir að fá ruslpóst ef þú skráir tölvupóstinn, við notum hann einungis til að senda kvittanir ef óskað er eftir slíku. Við munum ekki nota netfang þitt í auglýsingaskyni né miðla þeim áfram.
Ekki er gerð krafa um að bæta við tölvupósti til að fá greitt, einungis ef þú vilt hafa möguleika á kvittunum.
Hafir þú áhuga á að lesa persónuverndarstefnu Endurvinnslunar má finna hana hér
Get ég lagt inn á sparnaðarreikning?
Það er ekkert mál að leggja inn á hefðbundna sparnaðareikninga. Á meðan kennitala og bankareikningur stemma þá fer greiðslan í gegnum sömu gáttir og hefðbundin millifærsla. Vinsamlegast athugið að ekki er hægt að leggja inn á höfuðbækur 18, 22, 29 og 38.
Ég finn ekki appið/get ekki sótt það á Apple App store.
Þú þarft að vera með Ísland sem valið svæði á Apple ID aðgangi þínum, leiðbeiningar um hvernig skal stilla yfir má finna hér
https://support.apple.com/en-is/HT201389
Ég finn ekki appið/get ekki sótt það á Google Play store.
Þú þarft að vera með Ísland sem valið svæði á Google play aðgangi þínum, leiðbeiningar um hvernig skal stilla yfir má finna hér
https://support.google.com/googleplay/answer/7431675?hl=is
Greiðsla inn á inneignarkort í matvöruverslunum – Einungis í boði í sjálfsafgreiðslukössum á móttökustöð í Knarrarvogi.
Hægt er að greiða skilagjaldið inn á inneignarkort hjá verslunum Bónus.
Nota má eigið Bónuskort til inngreiðslu skilagjalds, einnig er hægt að biðja starfsmenn um tómt Bónuskort til áfyllingar í móttöku okkar í Knarrarvogi.