Talningavélar
Reglur um notkun sjálfvirkra talningavéla:
· Einungis heilar skilagjaldsskyldar drykkjarumbúðir inn á talningavélar. Flokkun á beygluðum umbúðum er ekki heimil við talningavélar.
· Efni þarf að vera hreinlegt, drykkjarumbúðir tómar og laust við allt heimilissorp.
· Við áskiljum okkur þann rétt að hafna afgreiðslu á efni sem uppfyllir ekki ofangreindar kröfur.
Reglur um skil á beygluðum umbúðum:
Einungis beyglaðar skilagjaldsskyldar umbúðir. Flokkað þarf eftir efnistegund. Ál í sérpoka og plast í sérpoka.
Efni þarf að vera hreinlegt, drykkjarumbúðir tómar og laust við allt heimilissorp
Við áskiljum okkur þann rétt að hafna afgreiðslu á efni sem uppfyllir ekki ofangreindar kröfur.
Einungis beyglaðar skilagjaldsskyldar umbúðir. Flokkað þarf eftir efnistegund. Ál í sérpoka og plast í sérpoka.
Efni þarf að vera hreinlegt, drykkjarumbúðir tómar og laust við allt heimilissorp
Við áskiljum okkur þann rétt að hafna afgreiðslu á efni sem uppfyllir ekki ofangreindar kröfur.
Smellið hér fyrir reglur um magnskil eða safnanir.
Endurvinnslan hf. tók í notkun talningavélar árið 2008. Vélarnar flokka og telja drykkjarumbúðir eftir strikamerkjum og segja strikamerkin til um hvort viðkomandi umbúð sé úr áli, plasti eða gleri. Endurvinnslan tekur einungis við heilum drykkjarumbúðum inn á sjálfvirku talningavélarnar. Beyglaðar flöskur og dósir valda stíflum og minnka skilvirkni véla sem lengir afgreiðslutíma og skapar biðraðir.
Vélarnar eru undir ströngu gæðaeftirliti og eru framkallaðar prófanir á þeim a.m.k. einu sinni í viku.
Afgreiðsla í gegnum sjálfvirku vélar er mun hraðvirkari en afgreiðsla á beygluðum umbúðum.
Talningavélar eru í
Endurvinnslunni Knarrarvogi 4, Dalvegi 28 Kópavogi, Skútahrauni 11 Hafnarfirði,
Skátunum Hraunbæ 123, SORPU Breiðhellu, SORPU Ánanaustum, SORPU Jafnaseli, Selfossi í afgreiðslu Samskipa, Furuvöllum 11
Akureyri og í Dósaseli Keflavík. Vélarnar eru framtíðin og verða settar upp á
stærstu móttökustöðvum okkar á næstu árum.