Framleiðendur og innflytjendur ber að greiða skila- og umsýslugjald af drykkjarumbúðum í skilakerfinu. Ákvæði um greiðslu er að finna i 7 gr. en uppgjör fer fram hjá tollstjóra sjá: https://www.tollur.is/atvinnurekstur/tollamal/tollafgreidsla/innflutningur/skilagjald/
7. gr.
Hvert uppgjörstímabil aðila sem skráðir eru skv. 2. mgr. 5. gr. er tveir mánuðir, janúar og febrúar, mars og apríl, maí og júní, júlí og ágúst, september og október, nóvember og desember. Gjalddagi hvers uppgjörstímabils er 28. dagur annars mánaðar eftir lok þess.
Þeir sem flytja inn skilagjaldsskyldar vörur til landsins til endursölu skulu eigi síðar en á gjalddaga hvers uppgjörstímabils ótilkvaddir greiða innheimtumanni ríkissjóðs skilagjald af gjaldskyldum vörum sem voru tollafgreiddar á uppgjörstímabilinu. Aðilar sem flytja skilagjaldsskylda vöru til landsins skulu greiða skilagjald við tollafgreiðslu.
Innlendir framleiðendur skulu eigi síðar en á gjalddaga hvers uppgjörstímabils ótilkvaddir greiða innheimtumanni ríkissjóðs skilagjald af gjaldskyldum vörum sem voru seldar eða afhentar á tímabilinu.
Gjaldskyldir aðilar skv. 2. og 3. tölul. 1. mgr. 5. gr. skulu eigi síðar en á gjalddaga hvers uppgjörstímabils skila skilagjaldsskýrslu í því formi sem tollstjóri ákveður vegna vara sem greiða ber skilagjald af á uppgjörstímabilinu. Tollstjóri skal áætla skilagjald af viðskiptum þeirra aðila sem ekki skila skýrslu innan tilskilins tíma eða senda enga skýrslu. Sama á við ef skýrslu eða fylgigögnum er ábótavant. Áætlun skal vera svo rífleg að eigi sé hætt við að gjaldfjárhæð sé áætluð lægri en hún er í raun og veru. Tollstjóri skal tilkynna gjaldskyldum aðila og öðrum innheimtumönnum um áætlanir og leiðréttingar sem gerðar hafa verið. Þó skal tollstjóri ávallt leiðrétta augljósar reikningsskekkjur án sérstakrar tilkynningar til gjaldenda.
Sé skilagjald ekki greitt á tilskildum tíma skal aðili sæta álagi til viðbótar því skilagjaldi sem honum ber að standa skil á. Sama gildir ef skilagjaldsskýrslu hefur ekki verið skilað eða henni er ábótavant og skilagjald því áætlað. Álag skal vera 1% af þeirri upphæð sem vangreidd er fyrir hvern byrjaðan dag eftir gjalddaga, þó ekki hærra en 10%.
Sé skilagjald ekki greitt innan mánaðar frá gjalddaga skal greiða ríkissjóði dráttarvexti af því sem gjaldfallið er. Um ákvörðun og útreikning dráttarvaxta fer eftir lögum um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001, með síðari breytingum.] 1)