Umhverfisstefna - ISO 14001
Endurvinnslan er með 14001 vottun.
Umhverfisstefna Endurvinnslunnar
Endurvinnslan mun leitast við að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni með því að þjálfa starfsfólk í að vinna eftir umhverfisstaðlinum ISO 14001 með það að leiðarljósi að endurnýta og endurnota sem mest af því sem fellur til við starfsemi fyrirtækisins.
Endurvinnslan hefur þá stefnu að ná og viðhalda góðu skilahlutfalli drykkjarumbúða og þar með að endurvinna og endurnýta sem mest af því hráefni sem er í drykkjarumbúðum með því að upplýsa viðskiptavini um umhverfisgildi endurvinnslu.
Endurvinnslan vill hvetja starfsfólk til þess að ástunda hreinlæti og góða umgengni í starfi og velja að versla vörur og þjónustu sem eru umhverfisvænar eins og kostur er.
Endurvinnslan mun fylgja gildandi lögum og reglugerðum í umhverfismálum.
Endurvinnslan leggur áherslu á að fylgja kröfum um stöðugar umbætur
og mengunarvarnir. Þýðingarmiklir umhverfisþættir eru vaktaðir og árlega eru sett markmið um umbætur á þessu sviði. Markmiðin eru endurskoðuð með hliðsjón af árangri og stöðugt er unnið að umbótum.Allir starfsmenn skulu þekkja helstu atriði til að viðhalda og tryggja öruggan rekstur tækja og tóla til að hvetja viðskiptavini til að skila drykkjarumbúðum. Að sjá til þess starfsumhverfi sé öruggt og heilsusamlegt fyrir starfsmenn og aðra aðila sem tengjast starfseminni.
Endurvinnslan hf. mun kolefnisjafna eigin rekstur og er þá miðað við hita og rafmagn í því húsnæði sem notað er til að vinna drykkjarumbúðir til útflutnings, flugferðir starfsmanna, bifreiðanotkun eigin bíla og notkunar starfsmanna á bifreiðum til og frá vinnu og vegna sorps sem myndast við reksturinn.