Umbúðir án skilagjalds
Ekki er skilagjald á umbúðum undir ávaxtaþykkni, mjólkurdrykki og kakódrykki sem innihalda ferska mjólk, matarolíu, tómatsósu eða þvottaefni. Þessum umbúðum má skila í grenndargáma.
Almenna reglan er að drykkjarumbúðir, fyrir utan þær umbúðir sem innihalda vín, þurfa að hafa innihaldið vatn með eða án kolsýru, eða vatnsblönduð efni til drykkjar, til að vera skilagjaldsskyldar. Um er að ræða tilbúna drykkjarvöru sem hægt er að drekka beint úr viðkomandi umbúðum.