Samkvæmt reglugerð 750/2017 með tilvísun í lög 52/1989 gilda eftirfarandi reglur um gerð strikamerkja.
9. gr.
Gerð drykkjarvöruumbúða.
Skilagjaldsskyldar drykkjarvöruumbúðir skulu strikamerktar á merkimiða á hverri skilaskyldri umbúð fyrir sig og skal strikamerki vera hluti af ISO/IEC 15420 stöðlum. Strikamerki skal vera a.m.k. 70% af skilgreindri grunnstærð strikamerkis samkvæmt alþjóðlegum stöðlum.
Ástæða þess að þessar reglur eru settar eru þær að talningarvélar í skilakerfi þekkja drykkjarumbúðir á strikamerkjum. Best er að strikamerki séu lóðrétt.