Safnanir
Hægt er að koma með safnanir í Knarrarvog 4.
Eftirfarandi atriði eru skilyrði fyrir móttöku safnana:
Safnanir teljast 25 svartir ruslapokar eða meira.
Minna magn fer viðskiptavinur sjálfur með í afgreiðslu.
Allt efni verður að vera flokkað í ál, plast og gler.
Allt efni skal vera hreinlegt og laust við heimilisrusl og matarleifar.Talning starfsmanna Endurvinnslunar gildir.
Ef ekki er farið eftir þessum reglum áskiljum við okkur þann rétt að hafna móttöku á viðkomandi söfnunum.
Ýmis félög safna miklu magni drykkjarumbúða. Geta þau fengið hjá Endurvinnslunni poka og kör til að safna í og hægt er að hringja á skrifstofu til að fá nánari upplýsingar.