Safnanir
STÓRAR SAFNANIR ÍÞRÓTTAFÉLAGA OFL.
FRÁGANGUR Á SEKKJUM OG KÖRUM
FRÁGANGUR Á SEKKJUM :
Þegar sekkirnir eru fullir með c.a 15cm brún á sekknum þá setjum við plastpoka ofan á drykkjarumbúðir sem er í sekknum og tökum ca 60-70cm snæri og þræðum snærið í gegnum hanka á sekk og herðum að þannig að engin hætta er að það fari hvorki dósir né plastflöskur út úr sekk. Sekkir fást lánaðir hjá Endurvinnsluni. Nánari leiðbeiningar hér.
PLASTFLÖSKUR :
FER SÉR Í SEKKI
( Einungis plastflöskur í sekk )
ÁLDÓSIR:
FER SÉR Í SEKKI
( Einungis áldósir í sekk )
FRÁGANGUR Á KÖRUM :
Glerið er sett laust í körin þannig að það sé ca. 5 cm. brún á körunum til að það sé auðvelt að stafla þeim upp. Glerið á að vera laust í kari, ekki í plastpokum. Kör fást lánuð hjá Endurvinnsluni.
GLER:
FER SÉR Í KÖR
( Einungis glerflöskur í körum )
MÓTTÖKUSKILMÁLAR OG REGLUR
Ekki er tekið við söfnunum um helgar eða eftir kl: 16:30 virka daga.
Einnig má skila söfnunum í svörtum ruslapokum. Þá þarf að flokka efni eftir efnistegund, þ.e.a.s einungis ein tegund af efni í hverjum poka ( Álpokar, glerpokar, plastumbúðapokar )
Safnanir teljast 25 svartir ruslapokar eða meira. Minna magn fer í talningavélar.
Allt efni skal vera hreinlegt og laust við heimilisrusl og matarleyfar.
Talning starfsmanna Endurvinnslunar gildir. Ef ekki er farið eftir þessum reglum áskilur Endurvinnslan sér þann rétt að hafna móttöku á viðkomandi söfnun.