Plast
Nær allir landsmenn nota PET á hverjum degi án þess þó að gera sér grein fyrir því. Flestar einnota drykkjarvöruumbúðir úr plasti eru PET flöskur.
PET stendur fyrir polyethylene terephthalate og var fyrst þróað árið 1941 fyrir þræði í efnavöru (flís) en upp úr 1960 var byrjað að nota það sem umbúð utan um filmur og síðar eða um 1970 til framleiðslu á drykkjarvöruumbúðum.
Framleiðsluferli PET flöskunnar er frekar flókið. PET efnið kemur í stórum stæðum. Fyrst þarf að brjóta það niður í smærri einingar, síðan er það brætt og sprautað í þar til gerð mót og til verður „preform“ sem lítur helst út eins og tilraunaglas. „Preformið“ er síðan sett í annað mót þar sem það er hitað svo hægt sé að blása það hægt út og þá myndast hin eiginlega plastflaska.
35 gramma plastflaska heldur öruggum 2 lítrum af gosi án þess að eiga á hættu að springa eða brotna, alveg hreint ótrúlegt!
Meðal þeirra ótrúlegu eiginleika sem PET hefur er að það er að fullu endurvinnanlegt. Merking er ávalt á umbúðunum og er hægt að þekkja það af þremur örvum í þríhyrningi með númerinu 1 í miðjunni. PET er endurvinnalegt og því mikilvægt að skila henni í móttökustöð því það tekur plastflösku allt að 450 ár að leysast upp í umhverfinu.
PET er endurunnið í margar ólíkar vörur, nú í enn meira mæli í nýjar flöskur merktar rPET. PET er einnig endurunnið í þræði sem síðan eru notaðir í framleiðslu á flísvörum s.s. teppum, fötum og umbúðum. Mjúka flíspeysan þín gæti því verið drykkjarvöruumbúðir að uppruna.
PET plast er auðvelt að endurvinna eins og P2 (HTPE) en plast er úr ýmsum öðrum flokkum getur verið erfitt að endurvinna og er því jafnvel hent eins og P7.