Eigendur Endurvinnslunnar hafa sett inn í eigendastefnu sína að stuðla að hringrásarhugsun en í hringrásarhugsun er leitast við að koma í veg fyrir það að auðlindir verði að úrgangi.
Ál sem sent er í endurvinnslu verður að nýrri áldós á 60 dögum. Ál er hægt að endurvinna nær endalaust og er sá málmur sem einna hagkvæmast er að endurvinna.
Plast sem sent er í endurvinnslu er allt endurunnið. Flöskurnar eru tættar niður í svokallaðar rPET flögur og eru þær flögur í auknu mæli notaðar í framleiðslu á drykkjarumbúðum. Að nota endurunnið plast við framleiðslu á plastflösku sparar 65% af kolefnislosun miðað við framleiðslu á plastflösku úr nýju hráefni.
Gler hefur verið endurnýtt í undirlag en nú er verið að klára að vinna í að endurvinna allt gler frá okkur og mun endurvinnsla glers hefjast mitt árið 2022. Ýmislegt hefur gengið á í flóknum undirbúningi en nú sér fyrir endan á því. Dýrt og flókið er að endurvinna gler og því eru gjöld á gler hærri en aðrar vörur. Endurvinnsla glers sparar orku og hráefni.
Annað efni. Allt sem hægt er að endurvinna eins og plast og pappír er safnað saman hjá okkur og það sent í endurvinnslu. Það sem við erum helst í vandræðum með er lífrænt efni eins og maíspokar sem ekki er hægt að endurvinna. Engin farvegur er í dag fyrir slíkt efni frá fyrirtækjum.
Endurvinnslan tekur við kertaafgöngum, sprittkertabotnum og rafhlöðum sem sent er í endurvinnslu.
Með tilkomu endurvinnslu glers þá endurvinnum við 99% af öllum drykkjarumbúðum sem koma á móttökustöðvar okkar og 1% er endurnýtt. Stefnt er að því að endurvinna 100% þannig að drykkjarumbúð verði að nýrri sambærilegri drykkjarumbúð.