Heimsmarkmið SÞ - Okkar markmið
Nr. 5
Endurvinnslan hefur unnið út frá gildum jafnlaunavottunar og jafnrétti kynja í launum og tækifærum í starfi. Kynferðislegt ofbeldi eða misneyting af öðru tagi er ekki liðin í okkar fyrirtæki.
Nr. 12
Endurvinnslan endurvinnur alla hráefnisstraum sem mögulegt er að endurvinna. Markmið um skil í kerfinu eru 90% sem eru með því allra mesta sem gerist í efnisstraumum í heiminum. Til að stuðla að notkun endurunnins plast eru gjöld vegna þess plast lægri. Allir bílar okkar eru rafbílar og eru starfsmenn hvattir til umhverfisvænna samgöngumáta með styrkjum.
Nr. 13
Endurvinnslan vinnur eftir lögum 52/1989 um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur og er því lögbundið til að fylgja þeirri aðgerð. Einnig ber henni að fylgja tilskipunum ESB um ráðstafanir í umhverfismálum er varða drykkjarumbúðir.
Nr. 14 og 15
Með skilagjaldi á drykkjarumbúðir er reynt að koma í veg fyrir að drykkjarumbúðir lendi í viskerfi á landi og í hafinu. Til að kolefnisjafna rekstur fyrirtækisins eru gróðursettar árlega um 3.000 plöntur.