• Móttökustöðvar
  • Talningavélar
  • Fróðleikur
  • Um okkur
  • English
  • Framleiðendur
  • Ál
  • Plast
  • Gler
  • Hringrásarhagkerfið
  • Verðmæti umbúða
  • Safnanir
  • Umbúðir án skilagjalds
  • Heim
  • Fróðleikur
  • Ál

Ál

Danska eðlis-og efnafræðingnum Hans Christian Ørsted tókst árið 1825 fyrstum manna að framleiða hreint ál. Hann leysti álklóríð upp í blöndu kvikasilfurs og kalíummálms. Með því að eima kvikasilfrið burtu varð til moli af áli á stærð við baun. Áldósir þykja einstaklega hentugar til flutnings, taka lítið pláss og eiginleg þyngd þess lítil eða um 16 gr. Auðvelt er að endurvinna ál vegna lágs bræðslumarks. Aðeins þarf 5% af orkunni sem notuð er við frumvinnslu áls til endurvinnslu þess. Þess vegna er ál oft kallað græni málmurinn. Við að endurvinna áldós sparast orka sem jafngildir orkuþörf sjónvarps í þrjár klukkustundir. Það tekur áldós um 200 ár að leysast upp í umhverfinu en einungis um 60 - 80 daga tekur að endurvinna áldós.

Einnota áldósir eru pressaðar í bagga og duga tekjur af álútflutningi til að greiða allan flutningskostnað við söfnun og útflutning drykkjarumbúða. Dósirnar eru bræddar, málningin hreinsuð af og endurunnið er úr álinu ýmsar afurðir m.a. nýjar áldósir. 

  • Endurvinnslan hf
  • Knarrarvogi 4
  • 104 Reykjavík
  • 588 8522
  • Fax: 588 8966
  • evhf@evhf.is